Bæklingurinn inniheldur þjálfunarefni fyrir Erasmus+ „BREAKING THE CEILING“ verkefnið. Markmiðið er að þroska og þjálfa mjúka færni og eiginleika til að brjóta niður „glerþakið“ og staðalmyndir kynjanna á vinnustöðum. Þetta er átaksverkefni styrkt af Evrópusambandinu með þátttöku sex evrópskra samtaka: Europass (Þýskalandi), VAEV (Austurríki), Skill Up Srl (Ítalíu), Step by Step (Íslandi), E-School (Grikklandi) og INDEPCIE (Spáni).

Efnið sem samstarfshópurinn hefur þróað inniheldur leiðbeiningar og æfingar til að þroska og þjálfa 12 mismunandi eiginleika í mjúkri færni. Þessir eiginleikar voru valdir eftir úrtakskönnun sem var framkvæmd í þátttökulöndunum. Þeir voru valdir úr mengi eiginleika tengdum tilfinningagreind og mannlegri færni sem þátttakendur höfðu möguleika á að velja úr.

Enska

Íslenska